*

Sport & peningar 14. apríl 2012

Samfélag hlaupara á Íslandi

Á vefnum hlaup.is getur fólk séð öll hlaup sem eru í boði á Íslandi, úrslit í hlaupum og skrá sig í hlaup.

Vefurinn hlaup.is varð til fyrir rúmlega 15 árum þegar hlauparinn Torfi H. Leifsson fékk nóg af því að geta ekki nálgast úrslit í hinum ýmsu hlaupum fljótt og örugglega. Vefurinn byrjaði smátt og innihélt eingöngu úrslit úr hlaupum en síðan hefur hann vaxið gríðarlega og í dag heldur hann utan um heilt samfélag hlaupara á Íslandi.

Vefur hlaup.is þjónar sem upplýsingamiðstöð fyrir hlaupara. Torfi segir áhuga fólks fyrir hlaupum og hlaup.is vera stigvaxandi. „Þetta hefur vaxið jafnt og þétt.“ Mest sóttu upplýsingarnar eru t.d. hlaupadagskráin sem sýnir öll hlaup sem í boði eru á Íslandi, úrslit í öllum hlaupum sem ná mörg ár aftur í tímann. Einnig er hægt að skrá sig í hlaup og finna ráðgjöf.“

Stikkorð: Hlaup