*

Ferðalög 20. júní 2013

Samoa Air býður upp á sæti fyrir farþega í yfirþyngd

Flugfélagið Samoa Air er fyrsta flugfélagið sem býður farþegum í yfirþyngd upp á stærri sæti.

Nú geta þau sem eru í yfirþyngd keypt stærri sæti hjá flugfélaginu Samoa Air. Flugfélagið vakti athygli fyrr á þessu ári með því að vera fyrsta flugfélag í heimi sem rukkar farþega í yfirþyngd aukalega.

Nýju sætin eru eins og tveggja sæta sófi en þau eru búin til úr tveimur venjulegum flugsætum án sætisarms að sögn Chris Langton, forstjóra Samoa Air.

Í nýju sætunum verður meira fótapláss og einnig verður hægt að ganga upp sérstakan landgang í stað þess að fara upp tröppur og inn í vél. Þessi landgangur verður í boði fyrir farþega sem gætu átt erfitt með tröppurnar sökum þyngdar. 

Flugfélagið Samoa Air er lítið og flotinn samanstendur af aðeins þremur flugvélum og í hverri vél eru tíu sæti eða færri. En 80% íbúa Samóa eru í yfirþyngd og sumir kúnnar flugfélagsins eru allt upp í 210 kíló eða sögn forstjórans. Sjá nánar á CNN sem segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag. 

Stikkorð: Samoa Air  • Yfirþyngd