*

Tölvur & tækni 12. mars 2013

Samsung birtir fyrstu myndina af Galaxy S IV símanum

Mynd af Samsung Galaxy S IV símanum birtist í gær á twitter síðu Samsung í Bandaríkjunum.

Nær öruggt er talið að Samsung muni kynna nýjasta snjallsímann frá fyrirtækinu þann 14. mars næstkomandi og ef fyrirtækið heldur í þá nafnahefð sem skapast hefur mun síminn fá nafnið Samsung Galaxy S IV.

Líkt og ævinlega gerist í aðdraganda kynningar sem þessar er allt vaðandi í orðrómum um það hvernig síminn mun líta út og hvernig hann verður búinn græjum.

Samsung hefur hingað til ekki látið neitt uppi með útlit símans, en í gær birtist mynd á twitter-síðu Samsung í Bandaríkjunum þar sem sjá má efri hluta símans. Síminn sést vissulega ekki allur, en þetta er fyrsta myndin af nýja símanum sem vitað er með vissu að er rétt.

Stikkorð: Samsung  • Samsung Galaxy SIV