*

Tölvur & tækni 13. maí 2012

Samsung fer óhefðbundnar leiðir - myndband

Samsung bjó til púsluspil handa þeim sem biðu spenntir eftir nýjum snjallsíma.

Samsung kynnti þriðju kynslóð Galaxy snjallsímans fyrir rúmri viku. Til þess að skapa stemningu opnaði Samsung síðu á slóðinni „www.tgeltea- ayehxnx.com“ sem er stafarugl úr „The Next Galaxy“.

Dagana áður en síminn var kynntur var niðurtalning á síðunni, en að henni lokinni tók við púsluspil sem notendur þurftu að leysa til þess að halda áfram. Tæknisíðan Simon.is greinir frá að þar hafi kynningarmyndband beðið áhugasamra.

Hér á myndbandinu má skoða nýja símann og bera hann saman við aðra.

Stikkorð: Samsung  • Samsung Galaxy