*

Tölvur & tækni 15. mars 2013

Samsung kynnir nýjan Galaxy 4

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsíma fyrirtækisins.

Suður-kóreski tækniframleiðandinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta farsíma fyrirtækisins, Samsung Galaxy S4. Nýi síminn tekur engum stórstígum framförum hvað útlitið snertir og líkist mjög Samsung S III-símanum í Galaxy-seríunni. Tæknispekúlantarnir hjá netmiðlinum TechCrunch segja að þótt mikið hafi verið pælt í því hvað símann gæti prýtt þá hafi engu að síður komið á óvart hversu mikið af nýjungum er í honum á borð við bætta myndavél og ýmsa aðra þætti. Blaðamaður TechCrunch telur símanum til tekna að hann er léttari en forverinn og aðrir keppinautar á snjallsímamarkaðnum og sá hraðvirkasti til þessa. Blaðamaðurinn segir símann geta vel orðið besta snjallsímann á markaðnum í dag. 

Blaðamaður bandarísku fréttastofunnar NBC var hins vegar ekki jafn hrifinn. Hann segir skjáinn ekki hafa brugðist nógu hratt við snertingum, sér í lagi á netrápi í netvafra símans.

Ýmis konar nýjungar prýða nýja símann. Hann er t.d. hægt að hlaða þráðlaust eins og Lumia 920-símann frá Nokia og 13 MP-myndavél. 

Hér má skoða myndir af símanum stuttu eftir kynningu á honum og samanburð við aðra síma.

Stikkorð: Samsung