*

Tölvur & tækni 4. september 2013

Samsung kynnti Galaxy Gear

Nýtt snjallsímaúr, Galaxy Gear, leit dagsins ljós í dag.

Samsung kynnti í dag nýja snjallúrið sitt og er þar með fyrsta tæknifyrirtækið í heiminum til þess að kynna slíkt. 

Með snjallúrinu er hægt að skoða tölvupóst, taka á móti smáskilaboðum, hlusta á tónlist og taka myndir. Úrið fer á markað í 149 ríkjum í þessum mánuði og mun kosta 299 dali, segir Financial Times. 

Forsvarsmenn Samsung vonast til þess að úrið, sem heitir Galaxy Gear, verði til þess að örva vöxt fyrirtækisins. Óttast er að snjallsímamarkaðurinn sé við það að verða mettur.