*

Tölvur & tækni 21. maí 2012

Samsung og Apple mætast í dómssal

Dómari skipar forstjórunum, Choi Gee-sung og Tim Cook, að hittast á samningafundi og reyna að fá niðurstöðu í málið.

Tæknifyrirtækin Samsung og Apple mætast í dag í dómssal í San Francisco. Forstjórar fyrirtækjanna, þeir  Choi Gee-sung og Tim Cook munu mæta fyrir dóminn í dag en málið snýst um deilu fyrirtækjanna vegna einkaleyfa. Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið. Um er að ræða samningafund sem komið var á af hálfu dómara til að fá niðurstöðu í málið með viðræðum í stað þess að það fari fyrir dóm.

Samsung og Apple hafa deilt harkalega fyrir dómsstólum undanfarin misseri enda eru mikil verðmæti í húfi. Fyrirtækin hafa sakað hvort annað um að stela tæknilausnum frá hvort öðru í símum og öðrum tækjum sem þau hafa gefið út.

Stikkorð: Apple  • Samsung