*

Tölvur & tækni 27. júlí 2012

Samsung seldi tvisvar sinnum fleiri snjallsíma en Apple

Kóreski tæknirisinn er núna tekjuhæsta tæknifyrirtæki heims, en hagnaður þess á öðrum fjórðungi nam 5,9 milljörðum dala.

Á öðrum ársfjórðungi ársins seldi kóreski tæknirisinn um 50,5 milljónir snjallsíma, sem er um tvisvar simmum fleiri símtæki en Apple seldi á sama tímabili. Hagnaður Samsung á fjórðungnum nam 5,9 milljörðum dala og er það ekki síst sterkri snjallsímasölu að þakka. Miðað við þetta er Samsung með 34,6% hlutdeild á snjallsímamarkaði í heiminum, en Apple er með 17,8%.

Það er þó ekki eintómur dans á rósum hjá Samsung, því hálfleiðaradeild fyrirtækisins skilaði 6% minni hagnaði en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það er Samsung tekjuhæsta tæknifyrirtæki heims.

Stikkorð: Apple  • Samsung  • Snjallsímar