*

Tölvur & tækni 16. ágúst 2013

Samsung setur snjallúr á markað

Nýtt snjallúr verður kynnt í byrjun september. Á sama tíma verður ný spjaldtölva kynnt til sögunnar.

Samsung mun á næstu dögum kynna snjallúr sem verður kallað Galaxy Gear. Með snjallúrinu verður hægt að hringja og vafra á netinu. Að auki verður hægt að senda og taka á móti tölvupósti. 

Galaxy Gear verður knúið áfram með Android stýrikerfi og verður sett á markað síðar á árinu. Búist er við því að sambærilegt tæki komi frá Apple framleiðandanum. Samsung úrið verður kynnt fyrst þann 4. september. 

Sama dag og Galaxy Gear verður kynntur mun Galaxy Note 3 verða kynnt en það er tæki sem sameinar kosti snjallsíma og spjaldtölvu. 

Greint er frá málinu á vef Irish Times.