*

Tölvur & tækni 26. október 2012

Samsung slær met í snjallsímasölu

Kóreska fyrirtækið seldi 56,9 milljónir snjallsíma á þriðja ársfjórðungi og nær tvöfaldaði hagnað sinn frá árinu á undan.

Aldrei hafa fleiri snjallsímar verið seldir af einu fyrirtæki á þriggja mánaða tímabili en hjá Samsung á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Í árshlutauppgjöri fyrirtækisins segir að Samsung hafi selt 56,9 milljónir snjallsíma á tímabilinu og sé nú með 35% markaðshlutdeild á heimsvísu.

Hagnaður Samsung á fjórðungnum nam sex milljörðum dala, sem er 91% aukning frá sama tímabili í fyrra og velta nam 47,6 milljörðum dala. Er það aukning upp á 26% frá þriðja ársfjórðungi 2011.

Stikkorð: Samsung  • Snjallsímar