*

Menning & listir 28. júní 2016

Samtímalistasýning ársins í Bræðslunni

Rjómi íslenskra og erlendra samtímalistamanna opna sýningu á Djúpavogi þriðja árið í röð.

Eydís Eyland

Þann 2. júlí næstkomandi kl. 15:00, opnar samtímalistasýning ársins á Íslandi, Rúllandi snjóbolti/7, í Bræðslunni á Djúpavogi.

Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína. CEAC er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1999 af Ineke Guðmundsson með fjárhagslegum stuðningi eiginmanns hennar, Sigurðar Guðmundssonar listamanns. Eitt af markmiðum CEAC er að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda.

Meðal íslensku listamanna sem sýna á sýningunni eru Ragnar Kjartansson, Hreinn Friðfinnsson, Finnbogi Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Hrafnkell Sigurðsson og Elín Hansdóttir. 

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra verður sérlegur gestur og opnar sýningun.

Sýningin verður opin alla daga frá 3. júlí til 21. ágúst.