*

Menning & listir 1. september 2016

Sara Riel í höfuðstöðvum Kaffitárs

Kaffitár býður á sýningaropnun í Reykjanesbæ á Ljósanótt.

Eydís Eyland

Í kvöld verður opnuð sýningin Memento Mori:Náttúrugripasafn í Kaffitári á Stapabraut 7, Reykjanesbæ. Sýningin samanstendur af úrvali verka frá einkasýningu Söru Riel sem hún hélt í Listasafni Íslands í júní 2013. Sara Riel veltur fyrir sér samspil lista og náttúrugripasafnsins í sýningunni. 

Högni Egilsson mun syngja ljúfa tóna á meðan opnuninni stendur og kaffibarþjónar Kaffitárs ætla að hrista fram kaffikokteila fyrir gesti. Opnunin stendur yfir frá 20:00 - 22:00 í kvöld.  

Stikkorð: Kaffitár  • Sara Riel  • Högni Egilsson