*

Bílar 23. júní 2021

Scania hlýtur „Green Truck“ verðlaunin

Scania hefur nú, fjórða árið í röð, unnið „Green Truck" verðlaunin sem verðlauna framleiðendur vöru- og langferðabíla með minnstu eldsneytisnotkunina.

Scania hefur nú, fjórða árið í röð, unnið „Green Truck" verðlaunin sem verðlauna framleiðendur vöru- og langferðabíla sem eyða minnst af eldsneyti. Tölur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins staðfesta að Scania stendur sig best meðal þessara framleiðanda í að draga úr losun koltvísýrings.

Vörubílar, rútur og langferðabílar valda fjórðungi koltvísýringslosunar vegna vegasamgangna innan ESB og 6% heildarlosunar innan ESB. Þrátt fyrir úrbætur í sparneytni á undanförnum árum er losun enn að aukast, sérstaklega vegna aukinnar vöruflutningaumferðar um vegi.

Árið 2019 lögleiddi ESB fyrstu koltvísýringslosunarstaðla fyrir þungaflutningaökutæki og settu markmið um að draga úr meðallosun milli 2025 og 2030. Samkvæmt nýju reglunum þurfa framleiðendur að draga úr losun koltvísýrings frá nýjum vörubílum um 15% að meðaltali frá 2025 og 30% frá 2030, samanborið við magnið 2019.

Nýlega gaf framkvæmdastjórn ESB út tölfræði um koltvísýringslosun frá nýjum vörubílum fyrir hvern stórbíl sem skráður er í sambandinu frá júlí 2019 til júní 2020. Þessi gildi eru grunnurinn að takmörkununum í kolttvísýringslöggjöfinni og verða grundvöllur vegatolla.

Í skýrslunni er minnstl á orkuskilvirkni  bílaframleiðandans og lítillar koltvísýringslosunar, sem er 4,7% undir koltvísýringstakmarki ESB en fyrirtækið er jafnframt eini framleiðandinn sem er undir takmarki ESB.

Stikkorð: Sania