*

Menning & listir 31. maí 2012

Scooter gerir það gott - myndband

Hljómsveitin hefur hangið saman í 19 ár og ætlar ekki að hætta í bráð.

Þýska teknó-hljómsveitin Scooter hefur malað gull undanfarin ár þrátt fyrir að hafa ekki verið á mála hjá einu af stóru útgáfufyrirtækjunum.

Hljómsveitin hefur gefið út 49 smáskífur og 24 breiðskífur. Sölutölurnar eru heldur ekki af verri endanum en þær hljóða upp á 30 milljónir seldra eintaka.

Breska útvarpið, BBC, fjallar um tilurð hljómsveitarinnar og tónlist hennar. Af öllum spurningum í heimi er aðalsprautan HP Baxxter þar spurður um björgunaðgerðir Grikklands. Hann segir að ekki sé hægt að bjarga öllum. Hann bendir hins vegar á að Þjóðverjar hafi svo slæma samvisku vegna þeirra svörtu kafla sem þeir eiga hlutdeild í í heimssögunni að þegar eitthvað fer úrskeiðis sjái þeir sig knúna til að hjálpa.

Hér að neðan má sjá myndband við lagið þeirra „Ramp!“

Stikkorð: Tónlist  • Scooter