*

Tölvur & tækni 11. nóvember 2013

Segja Apple ætla að stækka iPhone-símana

Hugsanlegt er að næstu gerðir iPhone-símanna frá Apple verði kúptari og stærri en fyrri gerðir símans.

Bandaríski tæknirisinn Apple er sagður vera að vinna að nýjum iPhone-síma sem er stærri en þeir sem nú eru á markaðnum og með kúptu gleri. Þá mun síminn verða útbúinn skynjurum sem eru öflugri en fingrafaraskanninn í nýja iPhone 5S-símanum. 

Bloomberg-fréttaveitan segir Apple-liða ætla að feta svipaða slóð og í haust og setja tvær gerðir af nýjum iPhone-símum á markað á seinni hluta næsta árs. Nýju símarnir munu verða þeir stærstu sem Apple hefur nokkru sinni sett á markað, á milli 5 og ex tommur og verða því álíka stórir og Samsung Galaxy Note 3, að sögn Bloomberg. 

Stikkorð: Apple  • iPhone  • iPhone 5S