*

Menning & listir 19. október 2018

Segja hamar Þórs fundin á Íslandi

Erlendir fjölmiðlar eru byrjaðir að segja frá fundi Þórshamarsnistisins úr sandsteini í Þjórsárdal. Sjokkerandi segir Fox News.

Föstudaginn fyrir tveimur vikum fundust í rústum nýfundins bæjarstæðis sem fór í eyði í Heklugosinu 1104 heillegt þórshamarsnisti úr sandsteini.

Sagt var frá fundinum á RÚV fyrir viku síðan og fleiri merkum fundum en þetta er einungis í annað sinn sem slíkur Þórshamar finnst hér á landi. Jafnframt er ekki vitað til þess að þeir hafi áður verið höggnir í stein.

Bæjarstæðið, Bergstaðir, er til heiðurs Bergi Þór Björnssyni bónda frá Skriðufelli sem er innsti bærinn í dalnum. Þótti honum bæjarhóllinn líklegur því lækir voru sínum hvorum megin við hann.

„Mér fannst bara vera langt á milli rústa hérna og fór að leita bara svona að gamni mínu,“ segir Bergur Þór sem ólst upp við sögur af bæjunum sem fóru þar í eyði. Var það einmitt langafi hans sem fann rústirnar af hinum bæjunum 20 árið 1920.

Segja frá fleiri fundum

Í frétt breska blaðsins Express er einnig fjallað um fleiri gripi sem fundust við leitina í rústunum, þar með talið brýni, járnhaki og sylgju. Fox News minnist svo á fleiri víkingafundi sem hafa komið í ljós að undanförnu. Má þar nefna annan Þórshamar, í þetta sinn úr silfri, sem fannst á þýsku eyjunni Ruegen í Eystrasaltinu auk hundruða annarra silfugripa.

Í Noregi var nýlega nýtt jarðsjá til að uppgötva langskip víkinga grafið í jörðu og í Svíþjóð hafi 8 ára gömul stúlka nýlega rekist á 1.500 ára gamalt víkingasverð í tjörn. Auk þess hafi margir mikilsverðir munir fundist frá þessum tíma í virki á Skotlandi sem talið er að víkingar hafi eytt.

Á síðasta ári hafi svo einstaklega vel varðveitt víkingasverð fundist á afskektu fjalli í suður Noregi af hreindýraveiðimönnum. Og árið 2016 hafi fornleifafræðingar fundið kirkju Ólafs Haraldssonar ásamt því að í Damörku hafi fundist kross frá tímum víkinga.