*

Tölvur & tækni 25. september 2012

Segja iPhone 5 taka góðar landslagsmyndir á Íslandi

Þekktur ljósmyndari kom hingað til lands um síðustu helgi til að taka landslagsmyndir á nýjasta símann úr smiðju Apple.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
 - jon@vb.is

Betra er að taka myndir íslensku skammdegi með iPhone 5, nýjasta farsímanum úr smiðju Apple en með forveranum iPhone 4S. Þetta er helsta niðurstaða sérfræðinga netmiðilsins Engadget, sem sérhæfis sig í umfjöllun um tæknimál, um myndavél símans í gær. Síminn kom á markað á föstudag í síðustu viku. Ljósmyndarinnar Austin Mann kom hingað til lands um síðustu helgi, tók myndir, bæði ljósmyndir og myndskot á símann, og fjallaði um málið á ferðasíðu sinni. 

Mann hefur tekið ljósmyndir bæði fyrir National Geographic, New York Times, Washington Post og Travel Channel og eru þá fáeinir miðlar nefndir. 

Á síðu Mann má skoða myndband af vinnu hans hér sem hann tók við Gullfoss og ljósmyndir úr ferðinni - sem að sjálfsögðu voru teknar á símann. 

Vefsíða Austin Mann, Trek.

Umfjöllun Engadget er hér.

Stikkorð: iPhone  • iPhone 5  • Austin Mann