
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur á takteinum að kynna næstu kynslóð Windows-stýrikerfisins út í lok september. Stýrikerfið mun taka við Windows 8 og heita Windows 9, samkvæmt heimildum netmiðilsins The Verge.
Stýrikerfið er enn í þróun og mun vinnueintak líta dagsins ljós á kynningu sem Microsoft hefur auglýst, að því er heimildir The Verge herma. Stýrikerfið sjálft er svo væntanlegt á markað á næstu mánuðum.
Hér má sjá umfjöllun um Windows 9.