*

Tíska og hönnun 22. júlí 2013

Seldu heimili sitt fyrir 1150 milljónir króna

Heimili Goldie Hawn og Kurts Russell er með þeim allra fallegustu.

Jón Hákon Halldórsson

Hollywoodhjónin Kurt Russel og Goldie Hawn hafa selt heimili sitt á Malibu ströndinni. Söluverðið var 9,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 1150 milljónir íslenskra króna. 

Húsið er 4200 fermetrar og er byggt árið 1978, en endurhannað og gert upp árið 2005. Húsið er auðvitað hið allra glæsilegasta með gestahúsi og fallegum svölum. 

Goldie Hawn og Kurt Russell hafa verið vinsælir leikarar um árabil. Hawn er orðin 67 ára gömul en Russell er sextíu og tveggja. 

Stikkorð: kurt russell  • goldie hawn  • hollywood  • malibu