*

Bílar 21. janúar 2014

Seldu Land Cruiser fyrir hálfan milljarð

Samkvæmt listaverði er verðmæti þeirra Land Cruiser bíla sem seldir hafa verið frá áramótum að minnsta kosti um 500 milljónir.

Verðmæti þeirra Toyota Land Cruiser bíla sem hafa selt frá áramótum nemur um hálfum milljarði króna.

Eins og fram kom á VB.is í gær hafa selst 50 Land Cruiser bílar á fyrstu þremur vikum ársins. Þar af hafa einstaklingar keypt 30 bíla en bílaleigur 20. Samkvæmt listaverði kostar ódýrasti Land Cruiserinn 9,9 milljónir en sá dýrasti 14,7 milljónir.

Samkvæmt listaverði er heildarverðmæti þeirra bíla sem einstaklingar hafa keypt því samtals 300 milljónir króna. Heildarverðmæti bíla sem bílaleigur hafa keypt er um 200 milljónir.   

Stikkorð: Land Cruiser