*

Bílar 16. október 2018

Selja mest vistvæna bíla

Þegar litið er á sölu vistvænna bíla frá upphafi árs til dagsins í dag þá er Hekla með 56,09% af heildarmarkaði.

Ríflega 64% allra nýrra bíla sem Hekla hefur selt til einstaklinga það sem af er ári hafa verið vistvænir. Þegar litið er á sölu vistvænna bíla frá upphafi árs til dagsins í dag þá er Hekla með 56,09% af heildarmarkaði en það umboð sem næst kemur er með 18,63%. Bílar frá Heklu eru þeir mest seldu í flokki tengiltvinn- og metanbíla en þegar kemur að hreinum rafmagnsbílum vermir Volkswagen annað sætið með 26% nýrra rafmagnsbíla.

Hekla hefur síðustu misseri verið annað stærsta bílaumboðið þegar kemur að sölu til einstaklinga með tæp 22% markaðshlutdeild. Heklumerki eiga 61.5% markaðshlutdeildar af nýskráðum tengiltvinnbílum á árinu og mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi er Mitsubishi Outlander PHEV en tæp 39% allra seldra bíla sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni eru af þeirri tegund. Volkswagen er einnig sterkt merki þegar kemur að tengiltvinnbílum með rúmlega 13% markaðshlutdeild. Hver einn og einasti metanbíll sem fluttur hefur verið til landsins það sem af er ári kemur frá vörumerkjum Heklu. Skoda er þar með 66% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja þar á eftir.

Stikkorð: Bílar  • Hekla