*

Bílar 29. september 2016

Selst í 44 milljón eintökum

Ný kynslóð Toyota Corolla verður frumsýnd á laugardaginn. Corolla hefur selst í 44 milljón eintökum í 150 löndum frá því hann var kynntur.

Ný kynslóð Toyota Corolla verður frumsýnd á laugardag en þetta er talinn vera mest seldi bíll í heimi. Japanski bílaframleiðandinn hefur líklega ekki búist við þessum vinsældum þegar bíllinn var settur fyrst á markað á miðjum Bítlatímanum.

Toyota Corolla hefur selst í 44 milljón eintökum í 150 löndum frá því hún var fyrst kynnt árið 1966. Fjöldi nýjunga er í þessari 11. kynslóð af Corolla sem er fyrir löngu orðin heimilisvinur á Íslandi eins og víða annars staðar um heiminn. Á meðfylgjandi mynd má glöggt sjá hvernig Corollan hefur breyst á hálfri öld. Nýi bíllinn verður í boði með ýmsum vélargerðum og í nokkrum útfærslum.

Frumsýningin á nýjum Corolla verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag kl. 12-16 og er hluti af 50 ára afmælishátíð þessa vinsæla bíls.

Stikkorð: Toyota  • Corolla  • frumsýndur  • nýr