*

Bílar 23. janúar 2015

Selur bílinn á meira en tvo milljarða

Rowan Atkinson hefur ákveðið að selja McLaren F1 bílinn sinn. Aðeins 64 stykki voru framleidd af bílnum.

Stórleikarinn Rowan Atkinson hefur ákveðið að setja McLaren F1 bifreið sína á sölu, en hann hefur átt bílinn í meira en sautján ár.

Hann segir í samtali við Telegraph að hann hafi aldrei litið á bílinn sem sérstaka fjárfestingu - hann hafi ákveðið að kaupa bílinn því honum þótti hönnunin falleg. Nú sé hins vegar kominn tími til að láta bílinn í hendur nýs eiganda.

Aðeins 64 stykki voru framleidd af bílnum á sínum tíma og er hann verðmetinn á 8 til 10 milljónir breskra punda, en fjárhæðin samsvarar næstum tveimur milljörðum króna. Hægt er að sjá myndir af bílnum með því að smella á hlekkinn að ofan.

Stikkorð: Rowan Atkinson  • McLaren F1