*

Menning & listir 10. apríl 2015

Sequences hefst í dag

Myndlistahátíðin Sequences stendur til 19. apríl næstkomandi.

Myndlistarhátíðin Sequences verður haldin hátíðleg í sjö­unda skipti um helgina en hún hefst í dag og stendur til 19. apríl næstkomandi.

Há­tíðin, sem haldin er annað hvert ár, er eina hátíðin á Íslandi sem einblínir eingöngu á myndlist og hefur það að markmiði að skapa vettvang fyrir framsækna myndlist. Lögð er sérstök áhersla á tímatengda list á borð við gjörninga, hljóðlist og vídeólist.

Opnunarhátíðin hefst í Kling&Bang kl. 17.00 en þar opnar sýning með verkum Carolee Schneemann, sem er heiðurslistamaður Sequences VII.

Í dag mun Ragnar Helgi Ólafsson einnig sýna nýtt verk í nýju sýningarrými Nýlistasafnsins, Nýló Núllið, sem er í Bankastræti 0 þar sem áður var almenningsklósett. Einnig mun Sequences Baby Doll barinn opna í Mengi á Óðinsgötu.

Stikkorð: Sequences