*

Jólin 12. desember 2017

Sérmerkt ilmvatnsglas fyrir hana

Einstakt tækifæri til að gefa persónulega gjöf.

Guerlain er komin í jólaskap og býður upp á einstakt tækifæri til þess að gefa persónulega jóalgjöf þetta árið en nú er hægt að eignast sitt eigið Mon Guerlain ilmvatnsglas merkt með upphafstöfum.

Merkingarnar fara fram í versluninni Hagkaup í Smáralind dagana 15. og 16.desember þar sem boðið verður upp á fría áletrun með hverjum keyptum 50 ml Mon Guerlain ilmi eða gjafaöskju. 

Eftir vinnu fjallaði um þennan einstaklega vel heppnaða ilm á árinu en merkið á sér langa og sérstaka fjölskyldusögu. Það var engin önnur er stórleikkonan Angelina Jolie sem tók þátt í gerð Mon Guerlain ilmsins en eins og þekkt er orðið lék hún sjálf í kynningarmyndbandi ilmsins og leikstýrði.

Sjá nánar hér: http://www.vb.is/eftirvinnu/brjota-blad-i-200-ara-sogu/136761/