*

Bílar 9. desember 2013

Setja 1200 milljarða króna í nýja bíla

Fiat ætlar að verja háum fjárhæðum í þróun Alfa Romeo, Maserati og Fiat Panda.

Fiat bílaframleiðandinn ætlar að verja því sem nemur 1200 milljörðum króna í þróun nýrra bílategunda. Með því á að bæta bíla á borð við Alfa Romeo, Maserati og Fiat Panda, samkvæmt heimildum Bloomberg.

Framleiðslu á Fiat Punto verður hætt og Fiat 500 verður framleiddur í Póllandi. Alfa Romeo og Maserati munu áfram verða framleiddir á Ítalíu. 

Stikkorð: Fiat