*

Bílar 9. desember 2013

Setja 1200 milljarða króna í nýja bíla

Fiat ætlar að verja háum fjárhæðum í þróun Alfa Romeo, Maserati og Fiat Panda.

Fiat bílaframleiðandinn ætlar að verja því sem nemur 1200 milljörðum króna í þróun nýrra bílategunda. Með því á að bæta bíla á borð við Alfa Romeo, Maserati og Fiat Panda, samkvæmt heimildum Bloomberg.

Framleiðslu á Fiat Punto verður hætt og Fiat 500 verður framleiddur í Póllandi. Alfa Romeo og Maserati munu áfram verða framleiddir á Ítalíu. 

Stikkorð: Fiat
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is