*

Matur og vín 9. október 2012

Setur viskísafnið sitt á uppboð

Búist við að verðmætustu flöskurnar fari á allt að tvær milljónir.

Fyrrverandi stjórnarformaður Macallan ætlar að setja vískisafn sitt á uppboð síðar í þessum mánuði. Á meðal þeirra 72 flaskna sem Allan Shiach ætlar að bjóða upp eru tvær Macallan flöskur frá árinu 1928 sem talið er að séu virði um 10.000 punda, eða um tveggja milljóna króna eftir því sem fram kemur í frétt BBC.

Shiach hefur sagt að hann ætli að selja flöskurnar þar sem þær séu of verðmætar til að drekka þær og of sjaldgæfar til að hægt sé að finna aðrar í staðinn.

Fleiri sjaldgæfar flöskur verða boðnar upp, þar á meðal eru tvær flöskur af Macallan frá 1946. Shiach byrjaði í viskíbransanum fyrir tæpum 50 árum og hætti störfum fyrir Macallan árið 1996 þegar Edrington Group keypti fyrirtækið. Hann ætlar að gefa hluta af ágóðanum af sölunni til góðgerðamála. 

Stikkorð: Macallan