*

Sport & peningar 1. apríl 2013

Sex mögnuðustu golfvellir í heimi

Golfvellir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Hvort sem þeir eru hátt yfir sjávarmáli, í eyðimörk eða umkringdir vopnuðum kylfusveinum.

Fréttasíðan BBC hefur tekið saman lista yfir sex óvenjulegustu og mögnuðustu golfvelli í heimi.

Coober Pedy Opal Fields Golf Club, Ástralía.

Hér þarf mikið vatn til að til að halda golfvellinum grænum en hann er í miðri eyðimörk. Völlurinn er 850 kílómetrum norður af Adelaide í Ástralíu.

Kabul Golf Club, Afganistan.

Golf hefur verið leikið í Afganistan í yfir 100 ár en þessa dagana er Kabúl golfvöllurinn eini golfvöllur landsins í notkun. Kylfusveinarnir eru reyndar vopnaðir AK-47 byssum og þessi níu holu völlur er varinn herstöðvum. 

La Paz Golf Club, Bólivía.

Golfvöllurinn er sá hæsti í heimi en hann er 3300 metrum yfir sjávarmáli. Frá hverri holu er ágætisútsýni yfir Andesfjöllin og sléttur Bólivíu.

St Andrews, Skotland.

Hér er eins gott að vera fínt klæddur og vandaður því golf hefur verið leikið á Old Course á St. Andrews í 600 ár. Völlurinn er talinn elsti golfvöllur í heimi.

Nullarbor Links, Ástralía.

Þetta er lengsti golfvöllur í heimi en hann er 1.365 kílómetrar og liggur meðfram Eyre Highway, frá Kalgoorlie í vesturhluta Ástralíu til Ceduna í suður Ástralíu.

Devil’s Golf Course, Bandaríkin.

Þetta er í raun ekki golfvöllur. Svæðið fékk nafnið sitt árið 1934 þegar skrifað var eftirfarandi um það í ferðahandbók: Hér getur aðeins djöfullinn sjálfur leikið golf.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Golf  • Golfvellir