*

Veiði 16. september 2018

Sex þúsund laxar í net

Síðustu þrjú ár hafa veiðst á bilinu 6.000 til 6.800 laxar í net á ári sem er brot af því sem áður var.

Alls veiddust 6.034 laxar í net í íslenskum ám í fyrra. Langmest af netaveiðinni er á Suðurlandi en þar voru ríflega 5.800 laxar veiddir í net og obbinn af þeim er veiddur á net í Hvítá og Ölfusá en einnig í Þjórsá. Samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði 2017 hefur netaveiðin verið svipuð síðustu þrjú ár eða á bilinu 6.000 til 6.800 laxar.

Áður en veiðifélög og leigutakar fóru að kaupa upp net í ám var netaveiðin margfalt meiri en hún er í dag. Í skýrslunni er að finna tölur um laxveiði allt frá árinu 1974. Frá árinu 1974 til 1980 var árleg netaveiði á bilinu 18 þúsund til 26 þúsund laxar. Frá síðustu aldamótum hafa miklar sveiflur verið í netaveiðinni en á þessu átján ára tímabili hefur hún verið frá 3 þúsund upp í tæplega 16 þúsund. Þessir 16 þúsund laxar veiddust árið 2010.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is