*

Heilsa 15. janúar 2014

Sex vítamín sem fólk þarf ekki að taka

Eyddu frekar peningum í grænmeti og farðu út í sólina, segja vísindamenn sem halda því fram að neysla á sumum vítamínum sé óþörf.

Fjölmargar rannsóknir, sem nýlega hafa verið gerðar á heilsu fólks, benda til þess að neysla á vítamínum sé óþörf.

Þegar fólk greinist með ýmsa kvilla og sjúkdóma sé það ekki vegna þess að fólk hafi ekki tekið nógu mikið af vítamínum heldur vegna eðli sjúkdómsins. Þetta kemur fram í grein á veftímaritinu Forbes.com Alla greinina má lesa hér

Þau sex vítamín sem þykja óþörf eru:

  • C-vítamín
  • A-vítamín og beta karótín
  • E-vítamín 
  • B6-vítamín
  • Fjölvítamín
  • D-vítamín
Stikkorð: Vítamín