*

Bílar 21. júní 2013

Siggi Hlö: Tala við sjálfan mig í bílnum

Siggi Hlö er hugmyndasmiður á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA, plötusnúður og útvarpsmaður á Bylgjunni.

Margir velta því vafalítið fyrir sér hvað útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson hlustar helst á þegar hann ekur einn um í bíl sínum. 

„Ég er svo skrítinn með það að ég nota gjarnan bíltúra mína yfir daginn til að tala við sjálfan mig og hugsa og pæla í verkefnum sem ég er að vinna og hef því oftast slökkt á útvarpinu. Þegar ég hlusta á útvarp í bílnum þá vil ég fá dúndrandi bassatrukk með Pitbull eða slíkri danstónlist.“

Siggi Hlö svarar mun fleiri spurningum í Bílum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins í vikunni. Siggi Hlö var m.a. spurður um það hver hafi verið eftirminnilegasta bílferðin hans og hver sé versti bílstjórinn sem hann þekki. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is