*

Bílar 21. júní 2013

Siggi Hlö: Tala við sjálfan mig í bílnum

Siggi Hlö er hugmyndasmiður á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA, plötusnúður og útvarpsmaður á Bylgjunni.

Margir velta því vafalítið fyrir sér hvað útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson hlustar helst á þegar hann ekur einn um í bíl sínum. 

„Ég er svo skrítinn með það að ég nota gjarnan bíltúra mína yfir daginn til að tala við sjálfan mig og hugsa og pæla í verkefnum sem ég er að vinna og hef því oftast slökkt á útvarpinu. Þegar ég hlusta á útvarp í bílnum þá vil ég fá dúndrandi bassatrukk með Pitbull eða slíkri danstónlist.“

Siggi Hlö svarar mun fleiri spurningum í Bílum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins í vikunni. Siggi Hlö var m.a. spurður um það hver hafi verið eftirminnilegasta bílferðin hans og hver sé versti bílstjórinn sem hann þekki. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.