*

Sport & peningar 27. júní 2012

Sigurliðið fer heim með meira en milljarð

Landslið á EM geta rakað inn háum fjárhæðum. Allt fer þetta eftir því hvernig þeim gengur að komast upp úr riðlakeppni.

Guðni Rúnar Gíslason

Ef íslenskt landslið kemst einhvern tíma á EM í knattspyrnu þá gæti það reynst gullnáma fyrir Knattspyrnusamband Íslands.

Samtals 196 milljónum evra, jafnvirði 31 milljarði íslenskra króna, er úthlutað í verðlaunafé til knattspyrnusambanda eftir því hvernig landsliðum þeirra gengur á EM í knattspyrnu. Þetta er tólf milljónum evrum meira en úthlutað var á Evrópumótinu í Austurríki fyrir fjórum árum.

Fyrir það eitt að komast upp úr riðlakeppni á EM fær viðkomandi landslið tvær milljónir evra, jafnvirði rétt rúmra 300 milljóna króna. Fleiri milljónir bætast við eftir því hvernig liðinu gengur.

Heildartekjur KSÍ í fyrra ættu að gefa einhverja mynd af því hvað um er að tefla. Tekjur félagsins námu 766 milljónum króna í fyrra.

Nánar er fjallað um EM í knattspyrnu í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er: 

 • Allir vilja til Eyja
 • Seðlabankinn fékk ranga útkomu
 • Erlendir ferðamenn halda of fast um budduna
 • Seðlabankinn kaupir fleiri evrur en krónur
 • Færri senda bréf í pósti
 • Síðustu dagarnir á Alþingi voru dramatískir
 • Hvernig gengur bönkunum í skjóli hafta?
 • Guðmundur hjá Logos: Deilumálum fjölgaði eftir hrun
 • Ítarlegt viðtal við Daða Má Kristófersson, dósent við HÍ, um veiðigjald og sjávarútveg
 • Til mikils er að vinna á EM
 • Þórir bakar sjálfur brauðin í mathúsinu
 • Óðinn rýnir í ársskýslu Greiðslumiðlunarbankans í Basel
 • Laxveiðin hefst með hvelli 
 • Hver er þessi Guðni Bergsson?
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem skrifar um dóminn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur
 • Myndasíður, umræður og margt, margt fleira...
Stikkorð: EM 2012