*

Veiði 21. október 2012

Silungur með fingur í maga

Margt óvænt getur leynst í mögum fiska þegar þeir eru krufnir.

Bandaríski stangveiðimaðurinn Nolan Calvin ætlaði á dögunum að ljúka ágætum veiðidegi með því að grilla silung sem hann hafði veitt. Þær áætlanir urðu að engu þegar hann fann mannsfingur í maga silungsins. Hann segir sjálfur í samtali við ABC sjónvarpsstöðina að hann hafi helst óttast að fingurinn væri af myrtum manni.

Sem betur fer reyndist svo ekki vera, heldur var fingurinn af Haans Galassi, sem missti fjóra fingur þegar hann flækti þá í togreipi þegar hann var á sjóskíðum. Lögreglan fann Galassi með því að nota fingrafar af fingrinum sem silungurinn hafði gleypt.

Stikkorð: Veiði  • Haans Galassi  • Nolan Calvin