*

Menning & listir 27. september 2012

Síminn leggur RIFF til smáforrit fyrir hátíðargesti

Hátíðin verður sett í kvöld og opnuð með nýjustu mynd Sólveigar Anspach.

Síminn hefur lagt alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF til smáforrit fyrir snjallsíma. Notendur með Iphone og Android geta nálgast forritið fyrir sína síma. Þetta er annað árið í röð sem Síminn er einn af samstarfsaðilum kvikmyndahátíðarinnar RIFF.

Forritinu er ætlað að einfalda gestum að skipuleggja sína dagskrá og finna upplýsingar um myndirnar sem eru á hátíðinni. Að sama skapi er hægt að finna alla sýningarstaði á korti í forritinu auk almennra upplýsinga um RIFF.

RIFF HEFST Í DAG

 Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá hefst hátíðin i dag en þetta er níunda RIFF hátíðin. Hátíðin stendur til 7. október. Fyrstu myndirnar verða sýndar í Bíó Paradís klukkan fjögur í dag en hátíðin verður formlega sett í kvöld kl. 20 í Hörpu. Jón Gnarr borgarstjóri setur hátíðina, Elísabet Rónaldsdóttir flytur „hátíðar-gusuna" og Ari Eldjárn er kynnir kvöldsins.

Opnunarmynd RIFF í ár er nýjasta mynd Sólveigar Anspach, Queen of Montreuil. Hún verður viðstödd auk íslensku aðalleikaranna, mæðginanna Diddu Jónsdóttur og Úlfs Ægissonar.

Rúmlega 100 myndir eru í boði á hátíðinni þetta árið frá 41 landi.  Dagskráin þetta árið er aðgengileg á vef hátíðarinnar (riff.is), í stórglæsilegu appi sem Síminn hefur veg og vanda að og í dagskrárbæklingum, sem liggur frammi um allan bæ.

 

Stikkorð: RIFF  • Siminn