*

Matur og vín 21. september 2012

Simmi og Jói svipta hulunni af nýjum Fabrikkuborgara

Þrjátíu ár eru liðin frá því Stuðmenn og Gærurnar tókust á í myndinni Með allt á hreinu. Hamborgarafabrikkan fagnar tímamótunum.

Guðni Rúnar Gíslason

Hamborgarafabrikkan kynnir i dag til sögunnar nýjan hamborgara og nýjan eftirrétt. Tilefnið er 30 ára afmæli kvikmyndarinnar „Með allt á hreinu“ þar sem Stuðmenn og Gærurnar með Ragnhildi Gísladóttur í farabroddi óku um landið þvert og endilangt í baráttunni um sveitaballamarkaðinn. Hamborgarinn verður sá fyrsti með brúnni sósu.

Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem annar helmingurinn af Simma og Jóa, og einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið eftirréttinn tertu sem beðið hafi verið eftir í 30 ár.

Hér má sjá eitt af eftirminnilegum atriðum úr myndinni Með allt á hreinu sem hefur stimplað sig inn í íslenska kvikmyndasögu.

Fjallað er ítarlega um uppgjör Hamborgarafabrikkunnar í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær og önnur umsvif þeirra Simma og Jóa. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.