*

Sport & peningar 4. apríl 2014

Sir Alex kennir við Harvard

Alex Ferguson mun kenna á námskeiði sem heitir Business of Entertainment, Media and Sports

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið ráðinn kennari við Harvard Háskóla. Hann mun kenna á námskeiði sem heitir Business of Entertainment, Media and Sports sem fer fram í maí.

Ferguson er 72 ára gamall. Hann lét af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester í fyrra eftir að hafa stýrt liðinu í 26 ár.

„Ég er ánægður með að hafa fengið tækifæri til þess að kenna við jafn virðulega menntastofun,“ segir Ferguson í samtali við Telegraph.