*

Hitt og þetta 17. janúar 2014

Sjö algeng mistök sem foreldrar gera

Of mikið hrós og ofverndun geta gert það að verkum að börn nái ekki langt í lífinu.

Foreldrar geta gert mistök í uppeldinu sem valda því að börnin ná ekki eins langt í lífinu og þau gætu. Þetta kemur fram í grein á veftímaritinu Forbes.com.

Þar er vitnað í Dr. Tim Elmore metsöluhöfund sem hefur skrifað yfir 25 bækur, þar á meðal bókina: Generation iY: Our Last Chance to Save Their Future.

Hann nefnir sjö lykilmistök sem foreldrar gera í uppeldinu og koma í veg fyrir að börn þeirra nái langt í lífinu og verði leiðtogar:

  • Við leyfum börnunum okkar ekki að taka áhættur. 
  •  Við stökkvum inn í og björgum þeim/aðstoðum þau of snemma. 
  •  Við hrósum of mikið. 
  •  Við látum of mikið eftir börnunum í stað þess að velja skynsamlegri leiðir. 
  •  Við deilum ekki okkar eigin mistökum. 
  •  Við ruglum gáfum og hæfileikum saman við þroska. 
  •  Við segjum eitt, en gerum annað.
Stikkorð: Uppeldi