*

Heilsa 27. febrúar 2013

Sjö ástæður til að drekka kaffi

Nýjustu rannsóknir sýna að kaffi er sennilega einn hollasti drykkur veraldar.

Lára Björg Björnsdóttir

Nú kætast kaffiþambandi landsmenn því nýjustu tölur sína að kaffi er gott fyrir heilsuna og eykur langlífi.

Kaffi hefur verið mikið rannsakað síðustu áratugina en allra nýjustu rannsóknir eru mjög áhugaverðar.

Hér koma sjö ástæður fyrir því að þú eigir að fá þér kaffibolla án þess að fá samviskubit yfir því að vera ekki þambandi grænt te:

1. Kaffi gerir þig gáfaða(n). Koffeinið í kaffinu hefur örvandi áhrif á heilastarfsemina því það hefur hamlandi áhrif á taugafrumur sem hægja á virkninni í heilanum. Kaffi hefur því bæði áhrif á skap og hve hratt þú hugsar.

2. Kaffi örvar brennslu og líkamlega frammistöðu. Koffein bæði hraðar á brennslunni og eykur bruna á fitusýrum. Koffein getur líka skerpt einbeitinguna þegar kemur að leikfimiæfingum eða öðrum íþróttum.

3. Kaffi getur minnkað líkurnar á sykursýki. Sykursýki er meðal annars lífstílssjúkdómur og hefur tíðnin tífaldast síðustu áratugina. Nú hefur komið í ljós að með hverjum kaffibolla minnka líkurnar á sykursýki um 7%.

4. Kaffi minnkar líkur á Alzheimer og Parkinson. Þegar hefur verið sýnt fram á að kaffi er gott fyrir heilastarfsemina. Þeir sem drekka kaffi eru hugsanlega 60% minna líklegir til að fá Alzheimer eða elliglöp og líkur þeirra á að fá Parkinson minnka um 32%-60%.

5. Kaffi er gott fyrir lifrina. Kaffi getur minnkað líkur á lifrarskemmdum allt að 80% og minnkað líkurnar á lifrarkrabbameini allt að 40%.

6. Kaffi eykur langlífi. Þar sem kaffi hefur reynst hafa fyrirbyggjandi áhrif þegar kemur að sykursýki og öðrum lifrarsjúkdómum segir það sig sjálft að þeir sem drekka nokkra kaffibolla á dag lifa lengur.

7. Kaffi er hlaðið vítamínum og andoxunarefnum. Í kaffi eru nokkur prósent af ráðlögðum dagskammti af allskyns vítamínum. Það virðist kannski ekki mikið en það telur þegar bollarnir eru margir. Kaffi er líka fullt af andoxunarefnum sem allir vita að hafa góð áhrif á heilsuna.

Stikkorð: Heilsa  • Kaffi  • Sjúkdómar