*

Bílar 30. nóvember 2017

Sjö bílar keppa um Evróputitilinn

Alfa Romeo Stel­vio, Audi A8, BMW 5 línan, Citroen C3 Aircross, Kia Stin­ger, Seat Ibiza og Volvo XC40 keppa um titilinn.

Sjö bílar munu keppa um titilinn eftirsótta „Bíll árs­ins í Evr­ópu 2018." Niðurstaða valsins verður kynnt með viðhöfn á bílasýningunni í Genf í mars nk. 60 einstaklingar víðs vegar að úr Evrópu velja Bíl árins í álfunni en flestir þeirra eru bílablaðamenn.

Bílarnir sjö sem keppa í úrslitum eru:

Alfa Romeo Stel­vio, Audi A8, BMW 5 línan, Citroen C3 Aircross, Kia Stin­ger, Seat Ibiza og Volvo XC40.

Í dóm­nefnd verðlaun­anna starfa 60 manns víðs veg­ar að úr álf­unni. Keppnin verður án efa spennandi og jöfn og ógerningur er að spá um hvaða bíll hkýtur hnossið eftirsótta. Óvntast er líklega að sjá Seat Ibiza þarna en bílaframleiðandinn er að koma skemmtielga á óvart og mikill heiður fyrir hann að eiga bíl í úrslitum.

Ítalski bílsmiðurinn Alfa Romeo er með bíl í úrslitum annað árið í röð. Kia Stinger er mjög spennandi bíll úr smiðju suðurökóreska bílaframleiðandans og gæti náð alla leið. Sömu sögu er að segja af BMW 5-línunni sem er spennandi lúxuskerra. Til gamans má geta að af þeim sjö bílaframleiðendum sem nú eru tilnefndir hafa fjórir þeirra aldrei unnið titilinn.

Eins ótrúlegt og það hljómar hefur BMW aldrei unnið Evróputitilinn. Síðast sigraði Peugeot 3008, alveg eins og hér heima á Íslandi, Alfa Romeo varð í öðru sæti með Giulia og í þriðja sæti varð Mercedes-Benz E-Class.

Stikkorð: Volvo  • Alfa Romeo  • Kia Stinger