*

Bílar 21. desember 2015

Sjö bílar keppa um stóru verðlaunin

Samtals voru 40 bílar tilnefndir sem bíll ársins, núna standa sjö eftir.

Sjö bílar munu berjast um titilinn eftirsótta, Bíll ársins í Evrópu 2016.

Alls voru 40 bílar tilnefndir í valinu en nú hefur þeim fækkað og eftir standa sjö bílar. Bílarnir sjö eru Audi A4, BMW 7-línan, Jaguar XE, Mazda MX-5, Opel Astra, Skoda Superb og Volvo XC90. Síðastnefndi bíllinn var valinn Bíll ársins á Íslandi af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna.

Fróðlegt verður að sjá hvern dómnefndin mun velja en tilkynnt verður um sigurvegarann á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Athygli vekur að óvenju margir lúxusbílar eru í úrslitum en Audi A4, BMW 7-línan, Jaguar XE og Volvo XC90 falla allir í þann flokk. Aðeins þrír bílar í úrslitunum teljast ekki til lúxusbíla þ.e. Mazda MX-5, Opel Astra og Skoda Superb. Volkswagen Passat var valinn bíll ársins 2015 og spennandi verður að sjá hver verður arftaki hans.

Stikkorð: Bíll ársins  • Volvo XC90