*

Ferðalög & útivist 13. desember 2013

Sjö flottustu hótelin í Dubai

Í Dubai eru lúxushótel á hverju strái. Hótelin sem teljast þau bestu hljóta því að vera afar flott.

 Í Dubai er mikið úrval lúxushótela. The Telegraph hefur skoðað mörg þeirra og gefið út lista yfir bestu hótelin í Dubaí.

Hótelin eiga það öll sameiginlegt að vera ógurlega falleg og íburðarmikil. Þjónustan á hótelunum er einnig fyrsta flokks.

The Palace Downtown: Hótelið er lágreist og umkringt pálmatrjám.

JW Marriott Marquis Dubai hotel: Hótelið er það hæsta í heimi en það eru tveir turnar sem eru 1164 fet á hæð. Á hótelinu eru 1608 herbergi.

Mina A’Salam hotel: Hótelið er fullkomið fyrir þá sem vilja liggja í sólbaði og versla.

Park Hyatt Dubai: Hótelið er vel staðsett fyrir þá sem stoppa stutt í Dubai því það er aðeins 10 mínútur frá flugvellinum.

One&Only Royal Mirage: Þetta hótel er í uppáhaldi hjá þeim sem eru í brúðkaupsferð eða ef fólk vill halda upp á sérstök tímamót.

Grosvenor House: Staðsetningin er heppileg fyrir þá sem vilja vera við strönd en líka vera í stórborg.

InterContinental Dubai Festival City: Hótelið er talið á meðal svakalegustu bygginga Dubai og þá er mikið sagt.

Sjá nánar á The Telegraph.

Stikkorð: Dubai  • Lúxushótel