*

Hitt og þetta 27. nóvember 2013

Sjö hlutir sem eru að klárast í heiminum

Brátt verður hægara sagt en gert að fá sér eina sardínu vafða inn í beikon sem er síðan skolað niður með tekílastaupi.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir nautnaseggi. Geitaostur, vín og súkkulaði eru einnig á meðal kræsinga sem brátt verður skortur á í heiminum. Þetta kemur fram í dag á vefsíðunni Gizmodo.

Þegar talað er um að gæta að auðlindum í heiminum hugsa flestir um hreint vatn og olíu. En þó er yfirvofandi skortur á nokkrum öðrum hlutum sem eru kannski ekki lífsnauðsynlegir en í uppáhaldi hjá mjög mörgum.

Skoðum hvaða hlutir þetta eru. Og í guðanna bænum, njótið þeirra á meðan þið getið:

  • Súkkulaði 
  • Sardínur 
  • Tekíla 
  • Helíum 
  • Vín 
  • Geitaostur 
  • Beikon