*

Tölvur & tækni 16. desember 2013

Sjö tölvuleikjaheimar sem flestir vildu heimsækja

Gerviveröldin sem birtist fólki í tölvuleikjum getur verið heillandi. Hér koma sjö tölvuleikjaheimar sem flestir vildu heimsækja samkvæmt CNN.

CNN hefur valið þá sjö tölvuleikjaheima sem þeir vildu helst heimsækja. Í greininni kemur fram að Alexander mikli hefði grátið eins og barn þegar hann komst að því að það væru ekki til fleiri heimar að sigra. Hefði hann átt leikjatölvu eins og PlayStation4, X-Box One eða Wii hefði hann líklega bara legið í sófanum heima í Makedóníu í stað þess að dröslast yfir heiðarnar með herinn sinn í eftirdragi.

Tölvuleikjaheimarnir sem heilla þá á CNN mest eru:

  • San Andreas í Grand Theft Auto V. 
  • Rapture í Bioshock. 
  • „Tetris“. 
  • Hyrule, Legend of Zelda. 
  • Northrend Storm Peaks í World of Warcraft. 
  •  Super Mario Galaxy. 
  • Minecraft.
Stikkorð: Tölvuleikir  • CNN