*

Tölvur & tækni 27. ágúst 2012

Sjö tommu spjaldtölva í smíðum hjá Apple

Tæknispekúlantar segir Apple ætla að kynna litla iPad-spjaldtölvu til sögunnar í október.

Líkur eru á að bandaríski hátæknirisinn Apple kynni til sögunnar í október nýja og litla spjaldtölvu en fyrirtækið hefur áður framleitt. Ef af verður er þetta minnsta tölvan í iPad-fjölskyldunni, með tæpan 8 tommu skjá. Hún mun í samræmi við þetta heita iPad Mini.

Þetta er fullyrt í nettækniritinu CNet

Nokkuð er um liðið síðan farið var að tala um að Apple hafi í bígerð að setja á markað litla tölvu á borð við iPad Mini. iPad-tölvurnar hafa til þessa verið um 10 tommur á hæðina og rúmar 7 tommur á breiddina. Til samanburðar er Kindle Fire-tölvan frá Amazon 7 tommur á hæðina og 4,7 tommur á breiddina.

Stikkorð: iPad  • Apple  • iPad-mini