*

Heilsa 23. ágúst 2019

Sjóböðin rata á lista Time Magazine

Sjóböðin á Húsavík voru valin á árlegan lista Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum.

Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) voru valin á árlegan lista Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Sjóböðin opnuðu á Húsavíkurhöfða fyrir tæpu ári síðan. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Listinn var kynntur á dögunum og í tilkynningunni segir að um sé að ræða mikla viðurkenningu fyrir Sjóböðin, sem muni styrkja böðin enn frekar sem áhugaverðan viðkomustað til að heimsækja.  

„Vatnið í Sjóböðunum er salt og steinefnaríkt og er sérlega gott fyrir þá eru með viðkvæma húð. Eitt af því sem skapar böðunum sérstöðu er útsýnið yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Lista Time Magazine í heild sinni má nálgast hér.

Stikkorð: GeoSea  • Time Magazine