*

Tölvur & tækni 29. nóvember 2012

Sjónvarp á 1,6 milljónir króna

Stærsta og dýrasta fjöldaframleidda sjónvarp landsins verður kynnt á morgun.

Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hefur framleitt örþunnt LED-sjónvarp sem er ekki fyrir hvern sem er og býr í lítilli risíbúð. Þvert á móti. Sjónvarpið er einar 75 tommur og er þetta því eitt stærsta fjöldaframleidda LED-sjónvarpstæki sem framleitt hefur verið. Tækið kostar tæpar 1,6 milljónir króna og er jafnframt dýrasta sjónvarpið hér á landi svo vitað sé. 

Sjónvarpið er komið hingað til lands og verður það kynnt í Samsungsetrinu í fyrramálið klukkan 10. 

Þessu til viðbótar kemur fram í tilkynningu um tækið er með „Smart Interaction“ tækni sem hægt er að nota til að stjórna tækinu með tali eða hreyfingum. Einnig opnast heill heimur af efni, forritum, vefvafstri og fleiru í gegnum Smart Hub. Sjónvarpið er líka búið undir framtíðina, þökk sé möguleikanum á að setja upp Smart Evolution viðbótarpakka sem bæta myndgæði og afköst auk þess að veita aðgang að nýjustu eiginleikum á markaðnum.

Stikkorð: Samsung