*

Hitt og þetta 8. janúar 2018

Sjörnurnar sýndu samstöðu í svörtu

Klæðnaður stjarnanna á Golden Globe hátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt vakti verðskuldaða athygli.

Gold­en Globe er uppskeruhátíð kvik­mynda- og sjón­varps­geir­ans en hún fór fram í 75. skiptið í nótt.
Í undirbúningi hátíðarinnar höfðu stjörnurnar gefið það út að þær myndi klæðast svörtu til þess að sýna samstöðu og stuðning við þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi innan iðnaðarins undir orðunum, Time's up. Einnig var ákveðið að velja ekki best klæddu konu kvöldins eins og hefð er fyrir.

Þrátt fyrir að svartur væri litur kvöldsins er óhætt að segja að stjörnurnar hafi allar skartað sýnu fegursta og sýnt fjölbreyttan fatastíl.

Bobby Brown, Nicole Kidman og Jessica Biel voru stórglæsilegar á dreglinum.

 

 

Strákarnir sýndu einnig stuðning og mættu í svörtu. Hér má sjá þá Chris Hemsworth, Ewan McGregor og Kit Harrington.

 

Margot Robbie, Mandy Moore og Kelly Clarkson.