*

Bílar 1. apríl 2012

Sjötta kynslóð Mercedes Benz SL komin í búðir

Bíllinn eyðir allt að 29% minna en eldri gerð.

Nýr Mercedes Benz SL kom í sýningarsali nú um helgina. Bílinn er sjötta kynslóð SL sportbílsins, sem hefur verið framleiddur frá 1954.

Nýji bílinn hefur verið endurhannaður frá grunni þó svo ekki sé um byltingu að ræða, eins og oftast er hjá bílaframleiðandanum í Stuttgart.

Hann er 140 kílóum léttari en fyrirrennarinn og er nánast allur úr áli. Sportbíll verður seint eyðslugrannur en Mercedes hefur tekist að minnka eyðsluna um að allt að 29% frá eldri gerð.

Bíllinn er ekki gefins.  SL 500 kostar í Þýskalandi 117.096 evrur. Það gerir rúmar 19 milljónir króna. Hérlendis má ætla að þessi eftirsótti sportbíll kosti um 35 milljónir. Því er því ósennilegt að bílinn muni sjást á næstunni á vegum landsins.