*

Bílar 28. febrúar 2012

Sjötta útgáfan af Þristinum

BMW 3 línan hefur verið framleidd frá árinu 1975. Bílinn hefur verið vinsælasta gerð þýska bílaframleiðandans frá upphafi.

Ný útgáfa af BMW 3 línunni, árgerð 2012, kom í sölu í febrúar en þýski bílaframleiðandinn frumsýndi bílinn í lok október í Munchen.

Þristurinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er einn vinsælasti lúxusbíll í sínum stærðarflokki og hefur verið það frá því að fyrsta gerðin, E21, kom fyrst af færibandinu í Bæjaralandi í maí árið 1975.

Framleiðsla á bílnum hófst í framhaldi af olíukreppunni 1973 og varð bílinn strax vinsæll meðal þeirra sem vildu þægindi og minni bensíneyðslu.

Allar götur síðan hefur bíllinn verið mest selda línan hjá BMW og síðustu ár hafa um hálf milljón bíla selst á ári.

Á síðasta ári seldust 1,4 milljónir BMW bifreiða og jókst salan um 12,8% milli ára. Stjórnendur BMW gera sér vonir um söluaukningu á árinu, ekki síst vegna nýju 3 línunnar.

Nýjasti Þristurinn, F30. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær.

 Fimmta kynslóðin, E90. 2007-2012.

 Fjórðakynslóðin, E46. 1998-2007.

 Þriðja kynslóðin, E36. 1990-2000.

 Önnur kynslóðin, E30. 1982-1994.

Fyrsta kynslóðin, E21. 1975-1983.

Stikkorð: BMW  • 3 línan  • Þristurinn